65 fangar í námi við FSu

Sextíu og fimm fangar í fangelsunum á Litla Hrauni og að Sogni voru við nám í Fjölbrautaskóla Suðurlands á Selfossi á nýliðinni vorönn.

Af þeim 65 nemendum, sem innrituðust í eitthvert nám á vegum FSu á Litla-Hrauni og Sogni luku 34 nemendur samtals 161 námseiningu.

Átta kennarar sinntu staðbundnu námi í fangelsunum auk þess sem tíu kennarar sinntu fjarnámi fanganna.