64 í einangrun og 64 í sóttkví

sunnlenska.is/Guðmundur Karl

Í dag eru 64 einstaklingar á Suðurlandi í einangrun vegna COVID-19 og hefur fjölgað um þrjá síðan á þriðjudaginn.

Talsvert hefur fækkað í sóttkví en nú eru aðeins 64 einstaklingar í sóttkví á svæðinu.

Flest smitin eru á Selfossi, 18 talsins og þar eru 19 í sóttkví. Sjö eru í einangrun í dreifbýli Árborgar og sömuleiðis 7 í Hveragerði.

Þetta kemur fram í tölum frá HSU.

Alls greindist 81 nýtt kórónuveirusmit innanlands í gær að því er fram kemur á covid.is.