63 hektara skógur til sölu

Jörðin Gerðakot í Ölfusi hefur verið sett á sölu en um er að ræða tæplega 100 hektara jörð. Það sem vekur hins vegar mesta athygli við jörðina er að á henni er 63 hektara skógur sem er um margt sérstakur.

Að sögn Sigurbjörns Friðrikssonar, sölufulltrúa hjá fasteignasölunni Torg, sem hefur jörðina til sölu, er skógurinn einstaklega fallegur og þarna væri áhugavert tækifæri til að setja upp sumarhúsabyggð.

Í samtali við Sunnlenska segir Sigurbjörn að mikið sé spurt um jörðina en beðið er um verðtilboð.

Fyrri greinÍR og ÍBV sigruðu
Næsta greinBlæs byrlega fyrir vindmyllum í Þykkvabæ