600 konur syngja á Selfossi

Um 600 konur úr 23 kórum taka þátt í Landsmóti íslenskra kvennakóra sem haldið er á Selfossi um helgina.

Í dag voru haldnir tvennir tónleikar og á morgun syngja allar konurnar saman á stórtónleikum í íþróttahúsinu Iðu kl. 15.

Gígjan, landssamtök kvennakóra, heldur kvennakóramót á þriggja ára fresti. Mótið á Selfossi er langstærsta kvennakóramót sem haldið hefur verið hér á landi.

Á hátíðartónleikunum á morgun koma kórarnir fram nokkrir saman í hópum og svo 600 konur í risastórum kór ásamt Stórsveit Suðurlands.

Fyrri greinMargir hlupu Grýlupottahlaup
Næsta greinBæði tilboðin yfir áætlun