58 bíða eftir plássi

Á Suðurlandi eru um þrjátíu manns á biðlista eftir hjúkrunarrými og 28 bíða þess að fá hvíldarrými, að því er kemur fram í samræmdu færni- og heilsumati sem gert hefur verið.

Samtök sunnlenskra sveitarfélaga skorar á stjórnvöld að tryggja fjármagn til uppbyggingar nýrra rýma og endurbóta eldri bygginga. Ályktun þess efnis var samþykkt á ársþingi SASS á dögunum.

„Þörf fyrir fjölgun hjúkrunar- og hvíldarrýma á svæðinu er veruleg,“ segir í ályktun þingsins.

Þegar biðlistinn eftir hjúkrunarrými er skoðaður kemur í ljós að tíu eru að bíða í Árnessýslu, tíu í Rangárþingi, átta í Vestmannaeyjum og tveir á Höfn. Listin eftir hvíldarrýmum lítur þannig út að nítján eru að bíða í Árnessýslu, fjórir í Rangárþingi, fjórir í Vestmannaeyjum og einn í Vestur Skaftafellsýslu.

Fyrri greinStrákarnir okkar: Jón Daði hafði betur
Næsta greinSkoða gjaldfrjálsan leikskóla