57 í einangrun á Suðurlandi

sunnlenska.is/Guðmundur Karl

Í dag eru 57 manns í einangrun vegna COVID-19 á Suðurlandi og hefur fjölgað um 11 síðan síðastliðinn föstudag.

Þá eru 106 í sóttkví og hefur fækkað um 8 síðan á föstudaginn. 50 kórónuveirusmit greindust innanlands í gær.

Flestir eru í einangrun á Selfossi, 9 talsins og þar eru 50 manns í sóttkví. Síðan á föstudag hefur fjölgað um þrjá í einangrun í Hveragerði, þar eru nú 7 í einangrun og fjórir í sóttkví.

Hægt er að skoða tölur dagsins á heimasíðu Heilbrigðisstofnunar Suðurlands.

Fyrri greinSunnlendingar heiðraðir á frjálsíþróttaþingi
Næsta grein„Alltaf gaman að prófa eitthvað nýtt“