56 í einangrun á Suðurlandi – Flestir í Árborg

sunnlenska.is/Guðmundur Karl

Í dag eru 56 einstaklingar í einangrun á Suðurlandi vegna COVID-19 og hefur þeim fækkað um fimm síðan á föstudaginn.

Af þessum 56 smitum eru 36 í Árborg; 19 á Selfossi, 13 á Eyrarbakka, 2 á Stokkseyri og 2 í Sandvíkurhreppi.

Margir Sunnlendingar losnuðu úr sóttkví um helgina en í dag eru 38 einstaklingar í sóttkví á Suðurlandi en voru 76 síðastliðinn föstudag. Langflestir eru í sóttkví á Selfossi, 27 talsins. Þetta kemur fram í tölum frá HSU.

Alls greindust sextán ný COVID-19 smit innanlands í gær, að því er fram kemur á covid.is.

Fyrri greinReiknað með metaðsókn í Hengil Ultra
Næsta greinHornsteinn hyggur á uppbyggingu í Ölfusi