56 þúsund gestir það sem af er sumri

Að sögn Ólafs Eggertssonar, bónda á Þorvaldseyri, hefur rekstur Gestastofu tengdri eldgosinu í Eyjafjallajökli gengið mjög vel það sem af er ári.

56 þúsund gestir hafa lagt leið sína í stofuna og sagði Ólafur að þau væru mjög ánægð með aðsóknina.

Stofan hefur verið opin alla daga til þessa en í næsta mánuði verður hún eingöngu opnuð að ósk hópa og verður það fyrirkomulag yfir veturinn.

Fyrri greinTalsvert spurt um bíla
Næsta greinSóttu látlaust en uppskáru ekkert