51 tonn breytist í sænskar stílabækur

Íbúar í Árborg hafa þegar flokkað um 51 tonn af endurvinnanlegum pappa og pappír í blátunnur sínar en búið er að losa tunnurnar tvisvar.

Guðmundur Tryggvi Ólafsson, framkvæmdastjóri Sorpstöðvar Suðurlands, segir að sparnaður sveitarfélagsins vegna þessa sé nálægt því að verða 800 til 900 þúsund krónur, sem felst í mismuninum á endurvinnslu í stað þess að þurfa að urða þennan úrgang.

Pappinn sem safnast með þessu móti er flokkaður hjá Sorpu í Reykjavík og fer þaðan til endurvinnslu til Svíþjóðar. „Þar er þetta unnið í bréfþurrkur, stílabækur og fleira þar ytra,“ segir Guðmundur Tryggvi í samtali við Sunnlenska.

Fyrri greinStórleikur á Hvolsvelli
Næsta greinÓmar Berg: Valdaklíkan í Ölfusi