50 þúsund króna frístundastyrkur í Rangárþingi ytra

Hella. Ljósmynd/Rangárþing ytra

Frístundastyrkur hefur verið tekinn upp í Rangárþingi ytra og í ár er hann 50 þúsund krónur á hvert barn.

Markmið og tilgangur frístundastyrksins er að öll börn í Rangárþingi ytra, 6-16 ára, geti tekið þátt í uppbyggilegu frístundastarfi óháð efnahag eða félagslegum aðstæðum. Hægt er að ráðstafa styrknum hvenær sem er á árinu, óháð fjölda greina eða námskeiða.

Hægt er að nýta frístundastyrkinn hjá íþróttafélögum sveitarfélagsins, í unglingastarf flugbjörgunarsveitarinnar, sundlaugar, líkamsrækt og tónlistarnám svo eitthvað sé nefnt.

Fyrri greinMenningarsalurinn sem aldrei verður?
Næsta greinVefmyndavélar á Ölfusá