50 km/klst hámarkshraði í Kömbunum

Í dag kl. 10 verður umferð á Suðurlandsvegi í Kömbum flutt á hjáleið sem búin hefur verið til ofan við neðstu beygjuna vegna vinnu við undirgöng og verður svo næstu tvær vikur.

Leyfður ökuhraði verður jafnframt færður niður í 50 km/klst. Búast má við töfum vegna þessa en ökumenn eru hvattir til að gæta varúðar og virða merkingar vegna framkvæmdanna til að umferð geti gengið slysalaust fyrir sig.

Fyrri greinLjósmyndasýning í Slakka
Næsta greinInnlögn komin út