50% höfðu kosið þegar forvalið var hálfnað

Frambjóðendur VG í Suðurkjördæmi.

Alls höfðu 50% þeirra sem eru á kjörskrá kosið í forvali Vinstri grænna í Suðurkjördæmi í hádeginu í dag, þegar kosningin hálfnuð.

Þá höfðu 334 kosið á heimasíðu VG og það er áfram hægt að gera til klukkan 17.00 á morgun, mánudag.

Fimm frambjóðendur stefna á fyrsta sætið í forvalinu og vilja leiða lista VG í Suðurkjördæmi, en alls taka átta þátt í forvalinu. Þetta er annað forvalið í Vg fyrir alþingiskosningarnar 25. september næstkomandi. Fyrsta forvalið var í Norðausturkjördæmi og þar endaði kjörsókn í 62 prósent.

Úrslit verða kynnt annað kvöld.

Fyrri greinÞjóðminjasafnið varðveitir Eyri
Næsta greinSundhöll Selfoss hefur eigin klórframleiðslu