50 ár með skærin á lofti

Leif Österby, rakari á Selfossi, fagnar 50 ára starfsafmæli í dag og af því tilefni býður hann upp á veitingar á rakarastofunni við Austurveg.

Leif lærði hjá Helga Björgvinssyni á Selfossi og hefur ekki lagt frá sér skærin síðustu fimm áratugina.

Á myndinni situr Leif í rakarastólnum sem hann hefur notað frá upphafi og segist ekkert vera á leiðinni að hætta. „Nei, nei, ég á eftir að nota þennan stól í þrjátíu ár í viðbót,“ segir Leif kíminn en hann er 67 ára í dag.