4G samband í Úthlíð

Síminn hefur komið á 4G sambandi í Úthlíð í Biskupstungum. Áfram er unnið að þéttingu 4G netsins á landsbyggðinni og höfuðborgarsvæðinu.

„Farsímakerfi Símans vex og þéttist stöðugt. Þessi sendir er settur upp til að auka enn netgæði þeirra sem sækja í sumarbústaði og í þá miklu ferðaþjónustu sem er á svæðinu. Viðskiptavinir Símans verða þarna í sterku netsambandi,“ segir Gunnhildur Arna Gunnarsdóttir, upplýsingafulltrúi Símans.

Síminn efldi 4G kerfið sitt örugglega á árinu 2014 og nær það til 73% landsmanna. Nú síðast var þetta öfluga fjórðu kynslóðar samband meðal annars sett upp í Hveragerði og á Höfn í Hornafirði.

Síminn byggir ekki aðeins upp 4G þegar kemur að farsímakerfinu heldur vinnur enn að því að efla þriðju kynslóðar farsímasambandið. 3G sendir er nú á Urðarhjalla við Látrabjarg. Einnig Malarrifi á Snæfellsnesi. Þessir sendar gefa færi á netvafri um farsímanetið á þessum gullfallegu stöðum.

Fyrri greinFór úr axlarlið við Geysi
Næsta grein40% starfsmanna leikskólakennarar