49 sóttu um starf verkefnisstjóra

Alls bárust 49 umsóknir um nýtt starf verkefnastjóra hjá Gufu ehf., sem mun reka gufubaðsaðstöðuna á Laugarvatni.

Að sögn Tryggva Guðmundssonar, stjórnarmanns í Gufu ehf., mun stjórn félagsins fara yfir umsóknirnar í þessari og næstu viku en ætlunin er að ráða nýjan verkefnisstjóra sem fyrst.

Nýjum verkefnastjóra er ætlað að leggja aðaláherslu á markaðsstarf fyrirtækisins en fyrirhugað er að taka gufðubaðið í notkun næsta sumar.