49 í einangrun á Suðurlandi

sunnlenska.is/Guðmundur Karl

Í dag eru 49 einstaklingar í einangrun vegna COVID-19 í umdæmi Heilbrigðisstofnunar Suðurlands.

Þetta er töluverð fækkun frá því á fimmtudaginn í síðustu viku þegar 84 voru í einangrun.

Flestir eru í einangrun í Árborg, fjórtán talsins, þar af ellefu á Selfossi. Þetta kemur fram í tölum frá HSU.

Nú eru 95 í sóttkví á Suðurlandi eftir að hafa verið útsettir fyrir smiti, átján eru í sóttkví í Árborg og tólf í Hveragerði.

Fyrri greinLítil íbúð stórskemmd eftir eldsvoða
Næsta greinSet kaupir Dælur og þjónustu