450 þúsund króna túba frá bæjarstjórninni

Í tilefni af 30 ára afmæli Lúðrasveitar Þorlákshafnar hefur bæjarstjórn Ölfuss samþykkt að gefa sveitinni málmblásturshljóðfærið túbu að verðmæti 450.000 krónur.

Þá lýsir bæjarstjórn ánægju sinni með það frábæra starf sem lúðrasveitin og stjórnandi hennar, Róbert Darling hafa unnið á síðustu 30 árum og þau jákvæðu áhrif sem hún hefur haft í víðum skilningi á sveitarfélagið.

Fyrri greinSelfosskonur áfram í bikarnum
Næsta greinOddur kominn á heimaslóðir