4,5 stiga skjálfti skammt frá Árnesi

Gnúpverjavegur liggur þarna norðan við Árnes, meðfram Kálfá. Ljósmynd / Mats Wibe LUnd

Nú um hádegisbil varð jarðskjálfti skammt suðaustur af Árnesi. Styrkur skjálftans var 4,5 stig, strax í kjölfarið varð annar skjálfti á svipuðum slóðum af stærðinni 3,3.

Sérfræðingar Veðurstofunnar búast við áframhaldandi jarðskjálftavirkni á svæðinu á næstu dögum. Allmargir urðu skjálftans varir. Ekki er vitað um slys á fólki né skemmdir á mannvirkjum.

Fyrri greinSannfærandi sigur tryggði Selfyssingum sæti í Olísdeildinni
Næsta greinLeikfélag Hveragerðis fer í Þjóðleikhúsið