45 prósent hækkun sorphirðugjalds

Sorphirðu- og sorpeyðingargjald var hækkað um 45 prósent í Skaftárhreppi um áramótin samkvæmt fjárhagsáætlun ársins sem samþykkt var fyrir jól.

Minnihlutinn mótmælti hækkuninni og sagði hana líklega auka mjög á álögur á heimili og atvinnurekstur í sveitarfélaginu.

Meirihlutinn telur hins vegar að málaflokkurinn þurfi að standa undir sér en hann hefur verið rekin með halla síðustu ár.

Fyrri greinKeppt í poomsae, sparring og þrautabraut
Næsta greinÞórsarar fóru létt með nágranna sína