44 fyrirtæki framúrskarandi á Suðurlandi

TRS ehf. er í hópi um 37 fyrirtækjum sem hafa verið á þessum lista samfellt í ellefu ár.

Alls eru 44 fyrirtæki, eða 5% af heildarfjöldanum, á lista Creditinfo yfir framúrskarandi fyrirtæki staðsett á Suðurlandi.

Fimm efstu sæti listans á Suðurlandi eru öll í flokki stórra fyrirtækja en þau skipa Vinnslustöðin í Vestmannaeyjum, Auðhumla á Selfossi, JÁVERK á Selfossi, Þjótandi á Hellu og Fossvélar á Selfossi.

Aðeins eitt fyrirtæki á Suðurlandi hefur verið á listanum á hverju ári síðan hann kom fyrst út árið 2010 en það er námufyrirtækið Fossvélar. Níu fyrirtæki á Suðurlandi koma ný inn á listann í ár en það eru þau NPK, Al bakstur, Narfi, GJ tæki og fasteignir, MT4, Heflun, Grasnytjar, Sólheimar og Íslenskt grænmeti.

Athygli vekur að 37 af 44, eða um 84%, framkvæmdastjóra fyrirtækjanna á Suðurlandi á listanum í ár eru karlar.

Þetta er í þrettánda sinn sem Creditinfo veitir framúrskarandi fyrirtækjum í íslensku atvinnulífi vottun fyrir góðan og traustan rekstur en listinn í ár var gerður opinber á viðburði í Hörpu á miðvikudag. Þegar Creditinfo metur hvort fyrirtæki teljist framúrskarandi er m.a. horft til þess hvort ársreikningi hafi verið skilað á réttum tíma, og þegar litið sé til síðustu þriggja ára sé rekstrarhagnaður, ársniðurstaðan jákvæð, rekstrartekjur að lágmarki 50 millj. kr. og eiginfjárhlutfall a.m.k. 20%.

Hér fyrir neðan eru myndir af nokkrum fulltrúum sunnlenskra fyrirtækja á listanum.

 

Fyrri greinBrúarvígsla á Sólheimasandi í dag
Næsta greinVel heppnað konukvöld í Lindex