43 km jarðstrengur í Meðallandi

Jarðstrengur plægður að veiðihúsi við Eldhraun. Ljósmynd/RARIK

Um miðjan ágúst var lokið við að plægja um 43 km háspennustreng frá Eystra Hrauni að Melhóli í Meðallandi.

Verkið hófst 8 júlí síðastliðinn og gekk vonum framar að sögn RARIK. Síðustu daga hefur verið unnið að samsetningu háspennustrengsins og uppsetningu rofa- og spennistöðva en 23 spennistöðvar eru á þessari leið.

Stefnt er að því að verkinu ljúki um miðjan október og verður þá aflögð eins vírs loftlína sem hefur þjónað svæðinu frá árinu 1973. Viðskiptavinum RARIK gefst þá kostur á þriggja fasa rafmagni auk þess sem afhendingaröryggi rafmagns mun aukast til muna en á undanförnum árum hefur tjón á loftlínum vegna óveðurs á þessu svæði, valdið talsverðu rafmagnsleysi.

Samhliða háspennustrengnum var lagt ljósleiðararör og verður ljósleiðari væntanlega dreginn í það og tengdur.

Fyrri greinGæti bjargað tugum starfa um allt land
Næsta greinLeita að Framúrskarandi ungum Íslendingum