43 kærðir fyrir hraðakstur

Lögreglan að störfum. sunnlenska.is/Dýrleif Nanna Guðmundsdóttir

Alls kærði lögreglan á Suðurlandi 43 ökumenn fyrir hraðakstur í liðinni viku. Einn þeirra mældist á 140 km/klst hraða á 90 km vegi og hans bíður nú 150 þúsund króna sekt fyrir brotið.

Hann var á ferð um Rangárvallasýslu en um helmingur þeirra sem kærðir voru voru á ferð þar og í Vestur-Skaftafellssýslu.

Tveir ökumenn voru kærðir fyrir að flytja börn í bíl sínum án viðeigandi öryggisbúnaðar en lögreglan hafði meðal annars eftirlit við leikskóla á Selfossi í síðustu viku.

Þá var einn ökumaður kærður fyrir að nota ekki öryggisbelti við akstur bifreiðar sinnar.

Fyrri greinReyndi að komast framhjá lokunarpósti lögreglu
Næsta greinHollywood leikkona dansar við Daða