412 milljóna niðurskurður á sjúkrasviði

Í fjárlögum ársins 2011 er gert ráð fyrir 16% niðurskurði á Heilbrigðisstofnun Suðurlands eða um 412 milljónum króna.

Fjölmennur starfsmannafundur var haldinn á HSu á Selfossi í dag þar sem Magnús Skúlason, forstjóri stofnunnar fór yfir fyrirhugaðan niðurskurð á árinu 2011 samkvæmt fjárlagafrumvarpi ríkisins.

Magnús sagði á fundinum og þetta væri rosalegur skellur fyrir stofnunina og að starfsfólki væri verulega brugðið vegna niðurskurðarins. Hann sagði að samkvæmt þessu þyrfti að segja upp 50 til 60 starfsmönnum en stöðugildi við stofnunina eru 240.

Í fréttum Stöðvar 2 í kvöld sagði Magnús að allt yrði gert til að forða málum því að fara í þennan farveg. „Þetta er náttúrulega verið að hverfa áratugi aftur í tímann með þessu,“ segir Magnús.

Fyrri greinSöngvarakeppnin hefst á fimmtudag
Næsta greinMikill viðbúnaður vegna bílveltu