400. lax sumarsins í Ölfusá

Frábær laxveiði hefur verið í Ölfusá í sumar en í kvöld landaði Hafsteinn Jónsson 400. laxi sumarsins, ellefu punda hæng á efsta veiðisvæði árinnar.

Þetta er aðeins í fjórða skiptið síðan árið 1950 að Ölfusá nær fjögurhundruð löxum. Ef fram heldur sem horfir mun áin velgja metsumrinu 1978 undir uggum, en þá komu 577 laxar á land.

Hængurinn hans Hafsteins var fjórði lax dagsins í ánni en að sögn veiðimanna hefur veiði verið að glæðast á efsta svæðinu, eins og venja er þegar líður á sumarið.

Sverrir Einarsson, gjaldkeri Stangaveiðifélags Selfoss, leit við á árbakkanum og færði Hafsteini koníkaksflösku frá félaginu í verðlaun fyrir 400. laxinn.

Fyrri greinSigurbjörn og Kristinn Þór Íslandsmeistarar
Næsta greinKonditorimeistari til starfa