400 landgönguliðar í Þjórsárdal

Í Þjórsárdal. Ljósmynd/Sigurður Sigmundsson

Umræður hafa vaknað í Skeiða- og Gnúp­verja­hreppi vegna heræf­ing­ar sem fyr­ir­huguð er í Þjórsár­dal síðar í mánuðinum og hef­ur skrif­stofa sveit­ar­fé­lags­ins fengið fyr­ir­spurn­ir vegna þess.

Morgunblaðið greinir frá þessu.

Dag­ana 19. og 20. októ­ber verður hald­in í Reykja­vík skipu­lags­ráðstefna vegna varn­aræf­ing­ar Atlants­hafs­banda­lags­ins, Tri­dent Junct­ure í Nor­egi. Von er á tíu her­skip­um hingað til lands með alls 6 þúsund sjó­liða. Um leið verður efnt til svo­kallaðrar vetr­aræf­ing­ar í Þjórsár­dal með 400 land­gönguliðum hvorn dag, að því er fram kem­ur í Morg­un­blaðinu í dag.

Björg­vin Skafti Bjarna­son odd­viti seg­ir að málið hafi ekki verið borið und­ir sveit­ar­stjórn og tel­ur ekki ástæðu til að gera veður út af því í ljósi fjöld­ans sem tek­ur þátt og fyrri heræf­inga í Þjórsár­dal. Hann hef­ur þó þegið boð um að full­trúi frá rík­is­lög­reglu­stjóra komi og skýri út hvað fyr­ir­hugað er að gera.

Frétt mbl.is

Fyrri greinMartin Bjarni tíundi í stökki
Næsta greinHöfundaheimsókn á bókasafnið á Selfossi