40 milljónir endurgreiddar

Kostnaður Rangárþings eystra vegna gossins í Eyjafjallajökli fyrr á árinu nemur tæplega 50 milljónum króna.

Að sögn Ísólfs Gylfa Pálmasonar sveitastjóra hefur sveitarfélagið fengið um 40 milljónir króna af þessum kostnaði endurgreiddan af Viðlagasjóði. Sveitarfélagið á nú í viðræðum um frekari endurgreiðslur.

,,Það er alltaf einhver kostnaður sem fellur milli báts og bryggju,“ segir Ísólfur Gylfi í samtali við Sunnlenska. ,,Stundum er ekki á hreinu hvort á að rukka Bjargráðasjóð eða Viðlagasjóð. Þá ríkir óvissa um það hvernig á að greiða fyrir nokkra þætti sem komu upp og tengjast gosinu. Þar má nefna ariði eins og leiguhúsnæði, hreinsun á bæjarhlöðun og viðgerð á rafstöð. Að lokum er farið yfir kostnaðartölurnar af fimm manna nefnd ráðuneytisstjóra og er þeim þætti ólokið,“ sagði Ísólfur ennfremur.

Fyrri greinUppsagnir í Selfossbíó
Næsta greinFær greidda fjóra mánuði til viðbótar