40 í einangrun á Suðurlandi

sunnlenska.is/Guðmundur Karl

Alls eru 40 einstaklingar á Suðurlandi í einangrun vegna COVID-19 og 629 í sóttkví. Þetta kemur fram í tölum frá lögreglunni á Suðurlandi.

Vestmannaeyjar eru ekki inni í þessum tölum, en þar hefur SARS-CoV-2 veiran stungið sér illa niður. Í gær voru 63 smitaðir í Eyjum og 605 í sóttkví.

Flestir þeirra sem eru veikir á Suðurlandi eru búsettir á Selfossi, fjórtán talsins og sjö í Hveragerði. Á þessum stöðum eru sömuleiðis flestir í sóttkví, 390 á Selfossi og 42 í Hveragerði.

Á daglegum upplýsingafundi í dag kom fram að sóttvarnarlæknir mun leggja það til við heilbrigðisráðherra í dag að samkomubann verði framlengt út aprílmánuð. Núverandi bann gildir til 13. apríl.

Fyrri greinRisaurriði úr Ytri-Rangá
Næsta greinHellisheiðin opin!