4. bekkingar heimsóttu Reyki

Í tilefni af Skólamjólkurdeginum í gær var nemendum 4. bekkjar Fellaskóla í Reykjavík boðið að heimsækja Reyki á Skeiðum.

Þar standa Birna Þorsteinsdóttir og Rúnar Þór Bjarnason fyrir búi með um 55 mjólkurkúm. Um 40 nemendur komu í heimsókn, með í för voru sex starfsmenn skólans og tólf foreldrar, þannig að alls voru gestirnir tæplega 60 talsins.

Greinilegt var að þeir höfðu af heimsókninni hina bestu skemmtun. Hápunktar heimsóknarinnar voru þegar börnin fengu tækifæri til að gefa smákálfum mjólk og reka kýrnar til beitar. Þá fengu þau að reyna handmjaltir, sem vakt mikla athygli og viðbrögð. Fengu þar færri en vildu.