3G samband í Landmannalaugum

Síminn hefur gangsett nýja 3G farsímastöð á Snjóöldu, sem þýðir að langdrægt 3G samband næst nú í Landmannalaugum, Veiðivötnum og nágrenni.

Margir Íslendingar ferðast á jeppum og vélsleðum um þetta svæði og eykur 3G sambandið möguleika þeirra í fjarskiptum til muna, segir í tilkynningu frá Símanum.