39 í einangrun á Suðurlandi

sunnlenska.is/Guðmundur Karl

Alls voru 39 manns í einangrun vegna COVID-19 á Suðurlandi í morgun og 38 í sóttkví.

Lögreglan á Suðurlandi birti þessar tölur kl. 11 í morgun.

Flest tilvikin í Árnessýslu eru í Bláskógabyggð, en þar eru 6 í einangrun og 4 í sóttkví. Fjórir eru í einangrun í Grímsnes- og Grafningshreppi en enginn í sóttkví. Þrír eru í einangrun á Selfossi og þar eru flestir á Suðurlandi í sóttkví, 13 talsins.