38 sóttu um sveitarstjórastarfið

Alls sóttu 38 manns um starf sveitarstjóra Flóahrepps en umsóknarfrestur var til 29. júní sl.

Capacent sér um umsóknarferlið fyrir hönd Flóahrepps en stefnt er að því að sveitarstjórn hitti nokkra aðila nú í vikunni sem valdir verða úr hópi umsækjenda eftir ákveðinni stigagjöf.

Margir umsækjendanna hafa þekkingu og reynslu úr stjórnsýslunni en meðal umsækjenda eru Eirný Vals, fyrrverandi bæjarstjóri í Vogum, Eydís Indriðadóttir, fyrrverandi sveitarstjóri í Ásahreppi, Drífa Kristjánsdóttir, fyrrverandi oddviti í Bláskógabyggð, Guðlaug Ósk Svansdóttir, fyrrverandi hreppsnefndarfulltrúi í Rangárþingi eystra, Jens Pétur Jensen, sveitarstjóri Húnavatnshrepps og Ragnheiður Hergeirsdóttir, fyrrverandi bæjarstjóri Árborgar.

Umsækjendurnir eru:
1. Aðalsteinn J. Halldórsson, stjórnsýslufræðingur
2. Ásgeir Einarsson, stjórnmálafræðingur
3. Bárður Steinn Róbertsson, lögfræðingur
4. Björn Rúriksson, viðskiptafræðingur
5. Drífa Jóna Sigfúsdóttir, viðskiptafræðingur
6. Drífa Kristjánsdóttir, fv. oddviti
7. Einar Kristján Jónsson, verkefnastjóri
8. Eirný Vals, fv. bæjarstjóri
9. Eydís Þ. Indriðadóttir, fv. oddviti og sveitarstjóri
10. Guðbjörg Jónsdóttir, fyrrverandi bóndi
11. Guðlaug Ósk Svansdóttir, framkvæmdastjóri
12. Guðmundur Ágúst Ingvarsson, framkvæmdastjóri
13. Gunnar Freyr Róbertsson, markaðsstjóri
14. Gunnar Kristinn Þórðarson, stuðningsfulltrúi
15. Hallgrímur Ólafsson, viðskiptafræðingur
16. Haraldur A. Haraldsson, sölustjóri
17. Haukur Ísbjörn Jóhannsson, tónlistarmaður
18. Hrafnkell Guðnason, verkefnastjóri
19. Inga Ósk Jónsdóttir, viðskiptafræðingur
20. Ingimundur Einar Grétarsson, stjórnsýslufræðingur
21. Jens Pétur Jensen, sveitarstjóri
22. Jóhanna Aradóttir, tómstunda- og félagsfræðingur
23. Jón Pálmi Pálsson, rekstrarfræðingur
24. Jónas Pétur Hreinsson, iðnrekstrarfræðingur
25. Jónína Kristjánsdóttir, viðskiptafræðingur
26. Kristinn Dagur Gissurarson, viðskiptafræðingur
27. Lárus Páll Pálsson, viðskiptafræðingur
28. Magnús Jónasson, byggingafræðingur
29. Ólöf Guðmundsdóttir, framkvæmdastjóri
30. Óskar Már Ásmundsson, forstöðumaður
31. Páll Línberg Sigurðsson, rekstrarstjóri
32. Ragnar Hannes Guðmundsson, viðskiptafræðingur
33. Ragnheiður Hergeirsdóttir, forstöðumaður
34. Rósamunda Jóna Baldursdóttir, lögfræðingur
35. Steingerður Hreinsdóttir, rekstrarstjóri
36. Sverrir Sigurjónsson, háskólanemi
37. Þorbjörn Tjörvi Stefánsson, rekstrarhagfræðingur
38. Örn Karlsson, vélaverkfræðingur

Fyrri greinInnlögn komin út
Næsta greinBÁ sendi einn bíl á vettvang í Skeifunni