3,8 í Kötlu

Kötlujökull. Ljósmynd/Mats Wibe Lund

Í dag kl. 11:08 varð skjálfti af stærðinni 3,8 í norðanverðri Kötluöskjunni. Veðurstofunni hefur borist ein tilkynning um að skjálftinn hafi fundist í byggð, undir Eyjafjöllunum, en samkvæmt heimildum sunnlenska.is fannst skjálftinn einnig í Skaftártungu og í Mýrdalnum.

Skjálftar af svipaðri stærð verða við og við á þessum slóðum, síðasti skjálfti af þessari stærðargráðu varð þann 22. nóvember. Engin frekari merki um jarðvirkni sjást á mælum Veðurstofu Íslands.

Fyrri greinAppelsínugul viðvörun: Ofsaveður á Suðausturlandi
Næsta greinNettó styrkir Sjóðinn góða og fleiri góðgerðarfélög