38 fangar stunduðu nám við FSu

Á liðnum vetri stunduðu 38 fangar nám við Fjölbrautaskóla Suðurlands, 29 á Litla-Hrauni og 9 í Bitru og síðar Sogni.

Þetta kom fram í annarannál Þórarins Ingólfssonar, aðstoðarskólameistara FSu, við brautskráningu nemenda sl. föstudag.

Á Litla-Hrauni lögðu 29 nemendur upp með alls 194 námseiningar og stóðust 129 þeirra. Í Bitru og síðar á Sogni lögðu níu nemendur 68 einingar undir og skiluðu 43 þeirra sér í hús. Alls voru því innbyrtar 172 einingar á vegum FSu á önninni í fangelsunum tveimur.

Sjö kennarar auk kennslustjórans Inga S. Ingasonar mættu reglulega á Litla-Hraun til kennslu og auk þess sinntu ellefu kennarar fjarnámi þar.

Staðbundinni kennslu í Bitru og síðar á Sogni sinntu þrír kennarar auk kennslustjóra og þrír aðrir sinntu fjarnámi þar.

Einn af náms- og starfsráðgjöfum skólans Anna Fríða Bjarnadóttir sinnir náms- og starfsráðgjöf í fangelsum landsins.