372 skiluðu auðu í Árborg

Mikill fjöldi auðra og ógildra seðla komu upp úr kjörkössunum í Árborg.

“Auður ógilda” hefur notið nokkurrar hylli í sveitarfélaginu í gegnum tíðina (og á Selfossi áður) en hún hefur aldrei fengið jafn mikið fylgi og í dag.

Auðir seðlar voru 372 og ógildir 35 sem samtals gerir 9,8% kjósenda.

Kjörsókn í Árborg var mun minni en árið 2006 eða 76,4%. Alls kusu 4.164 af þeim 5.450 sem voru á kjörskrá.