3,7 milljónir króna í hraðasektir í síðustu viku

Mynd úr safni. Ljósmynd/Lögreglan á Suðurlandi

Lögreglan á Suðurlandi kærði 54 ökumenn fyrir að aka of hratt í umdæminu í liðinni viku. Af þeim eru 40 með íslenska kennitölu en fjórtán erlendir ferðamenn. Álagðar sektir vegna brota brotanna nema um 3,7 milljónum króna.

Fjórir ökumenn sæta rannsókn vegna gruns um að þeir hafi verið undir áhrifum áfengis og/eða fíkniefna við akstur bifreiða sinna í vikunni. Mál þeirra bíða niðurstöðu blóðsýnarannsóknar. Einn þessara ökumanna hafði rekið bifreið sína utan í hliðstaur í Þingvallasveit og valdið tjóni á bíl sínum með því.

Í dagbók lögreglunnar kemur einnig fram að tvívegis hafi verið tilkynnt um að ekið hefði verið á sauðfé í umdæminu í síðustu viku.

Fyrri grein„Viðurkenning á mikilvægi okkar starfs“
Næsta greinHeyrúlluplast endurunnið í Hveragerði