37 þúsund fóru í sund

Sundlaugin á Hvolsvelli nýtur mikilla vinsælda því þar komu um 37 þúsund manns í sund á síðasta ári fyrir utan skólasundið.

Alls sóttu um 50 þúsund manns íþróttamiðstöðina á þessu sama tímabili.

Þetta koma fram á síðasta fundi Heilsu-, íþrótta- og æskulýðsnefndar Rangárþings eystra.