3,6 tonnum af áburði stolið

Í nótt var sex stórum áburðarsekkjum stolið af túni við Oddaveg í Rangárvallasýslu.

Sekkirnir eru 600 kg hver að þyngd og telur lögregla líklegt að vörubifreið með krana hafi verið notuð við þjófnaðinn.

Þeir sem hafa upplýsingar um málið er bent á að hafa samband við lögregluna á Hvolsvelli í síma 488 4110.