36 þúsund gestir í sund á Hvolsvelli

Árið 2013 heimsóttu um 36 þúsund gestir sundlaugina á Hvolsvelli. Flestir gestir komu við í júlí eða um 6.300 manns.

Síðustu fjögur ár hafa gestir verið um 33.600 að meðaltali og þar af mikill meirihluti yfir sumartímann sem kemur lítið á óvart.

Aðstaðan í Íþróttamiðstöðinni á Hvolsvelli, bæði í sundlaug, líkamsrækt og íþróttasal er algjörlega til fyrirmyndar er heimafólk hvatt til að nýta sér þessa aðstöðu sem mest.