34 stöðvaðir eftir hraðakstur

sunnlenska.is/Guðmundur Karl

Lögreglan á Suðurlandi kærði 34 ökumenn fyrir að aka of hratt í liðinni viku. Af þeim eru fimmtán á svæðinu frá Vík og austur til Hafnar en nítján í vesturhluta umdæmisins.

Á Hvolsvelli var einn ökumaður stöðvaður grunaður um ölvun við akstur á föstudagskvöldið. Hann var frjáls ferða sinna að lokinni töku blóðsýnis á lögreglustöð.

Einn ökumaður reyndist vera að aka sviptur ökuréttindum og tveir reyndust vera að aka með útrunnin ökuréttindi.

Fyrri greinHvítárbrú glæsileg í ljósaskiptunum
Næsta greinJafntefli í fjórum skákum