33 milljónum króna yfir áætlun

sunnlenska.is/Guðmundur Karl

Snjómokstur og hálkuvarnir kostuðu Sveitarfélagið Árborg 33 milljónum króna meira en reiknað var með í áætlunum síðasta árs.

Samkvæmt upplýsingum frá Auði Guðmundsdóttur, deildarstjóra framkvæmda og þjónustu hjá Árborg, nam kostnaður við snjómokstur og hálkuvörn um 46,5 milljónum króna árið 2015 en fjárhagsáætlun gerði ráð fyrir 13,3 milljónum í þennan lið.

Samkvæmt fjárhagsáætlun 2016 er gert ráð fyrir rúmum 16 milljónum króna í snjómokstur og hálkuvörn og má reikna með því að það fé sé að verða uppurið vegna tíðarfarsins í janúar og febrúar.

Fyrri greinHamar fékk skell gegn toppliðinu
Næsta greinSverrir Haukur ráðinn varaslökkviliðsstjóri