33 í sóttkví á Suðurlandi – Engin staðfest smit

Heilbrigðisstofnun Suðurlands á Selfossi. sunnlenska.is/Guðmundur Karl

Alls eru nú 33 einstaklingar í sóttkví á Suðurlandi vegna COVID-19, samkvæmt nýjustu upplýsingum í kvöld frá Hirti Kristjánssyni, sóttvarnarlækni suðurumdæmis.

Flestir eru í sóttkví í Árnessýslu, þrettán í Árborg, Hveragerði og Ölfusi og ellefu í uppsveitunum. 

Þá eru sex manns í sóttkví í Rangárvallasýslu og þrír í Vestmannaeyjum.

Að sögn Hjartar hafa nokkrir lokið sóttkví á Suðurlandi og sem stendur eru engin staðfest smit staðsett á Suðurlandi. Heildarfjöldi tilfella á Íslandi sem stendur er 117.

Fyrri greinSelfoss tapaði stórt gegn Haukum
Næsta greinÞorvaldur Gauti setti héraðsmet í 1.500