300 milljóna króna lán til að kaupa slökkvistöð

Brunavarnir Árnessýslu hafa sent erindi til þeirra aðildarsveitarfélaga sinna þar sem leitað er eftir formlegu samþykki á 300 milljón króna lántöku hjá Lánasjóði sveitarfélaga.

Lánið er tekið vegna kaupa á höfuðstöðvum Brunavarna Árnessýslu á Selfossi.

Flest sveitarfélögin sem að Brunavörnum Árnessýslu standa hafa nú tekið erindi BÁ fyrir og samþykkt það.

Fyrri greinSöngur og sögur í Fljótshlíð og á Selfossi
Næsta greinKaupa sturtustól fyrir fatlaða