30 manns vísað af ísnum

Jökulsárlón. sunnlenska.is/Guðmundur Karl

Lögreglan á Suðurlandi vísaði fólki í land af jökum sem það var að príla á á Jökulsárlóni síðastliðinn miðvikudag.

Í dagbók lögreglunnar kemur fram að um 30 manns hafi verið komnir út á ísinn og að fólkið hafi engan veginn áttað sig á þeirri hættu sem það setti sig í með þessu athæfi.

Fyrri greinHraðakstur þrátt fyrir rysjótta tíð
Næsta greinFyrsta COVID-19 tilfellið á Suðurlandi