Skjálfti í Vatnafjöllum

Hekla. sunnlenska.is/Guðmundur Karl

Í dag kl. 13:59 mældist skjálfti af stærðinni 3,3 í Vatnafjöllum fremri, tíu kílómetrum sunnan við Heklu.

Lítil eftirskjálftavirkni mælist en Veðurstofunni hafa borist tilkynningar um að skjálftinn hafi fundist í byggð, en upptök hans eru 33 km norðaustur af Hvolsvelli.

Þetta er stærsti skjálfti sem hefur mælst á svæðinu síðan í janúar á þessu ári, en þá varð skjálfti af stærð 2,6 á svipuðum stað.

Fyrri greinEndurheimti heilsuna með hjálp Bowentækni
Næsta greinGulur september – geðheilbrigði eldra fólks