28 íbúðir ofan á Kjarnann

Fyrirtækið Kjarnafasteign, sem á 82% alls húsnæðis að Austurvegi 1-3, sem hýsir Krónuna og Kjarnann og fleira á Selfossi vill byggja 28 íbúðir ofan á húsið.

Hefur fyrirtækið sent erindi þess efnis til bæjaryfirvalda. Um er að ræða fasteignafélag í eigu Karls Steingrímssonar, oft kenndan við Pelsinn, og viðskiptafélaga hans.

Eftir því sem heimildir segja eru aðrir eigendur í húsinu jákvæðir gagnvart framkvæmdinni, þó ekki sé komið skriflegt samkomulag allra eigenda. Samkvæmt teikningum verður garður ofan á húsinu í nokkurskonar sameign íbúðareigenda.

Fyrri greinSumarlúkkið
Næsta greinViðbyggingin klár eftir ár