26 í einangrun á Suðurlandi

sunnlenska.is/Guðmundur Karl

Í dag eru 26 manns í einangrun á Suðurlandi vegna COVID-19, flestir í Hveragerði.

Þá eru 29 manns í sóttkví eftir að hafa verið útsettir fyrir smiti og 152 í sóttkví eftir skimun á landamærunum.

Fjöldi smita á Suðurlandi er svipaður í dag og í lok síðustu viku en HSU gefur upp þessar tölur flesta virka daga.

Nú eru 9 manns í einangrun í Hveragerði og 13 í sóttkví. Fimm eru í einangrun í Þorlákshöfn og 4 í Vík í Mýrdal.

Í gær greindust fjórir aðilar með kórónuveirusmit innanlands og voru tveir í sóttkví, að því er fram kemur á covid.is.