25,5% kjörsókn í Ölfusinu

Í dag höfðu 365 Ölfusingar kosið í fyrstu rafrænu íbúakosningunni á Íslandi, eða 25,5% af þeim 1.432 sem eru á kjörskrá í Sveitarfélaginu Ölfusi.

Kosningin, eða öllu heldur könnunin, hófst þann 17. mars síðastliðinn en henni lýkur næstkomandi fimmtudag.

Þar er kannaður áhugi íbúa á að fara í sameiningaviðræður við önnur sveitarfélög, og þá líka við hverja ætti helst að ræða.

Einnig er kannaður áhugi íbúa á að breyta tímasetningu Hafnardaga.