250 ökumenn myndaðir

Í síðustu viku voru 29 ökumenn kærðir fyrir hraðakstur í umdæmi Selfosslögreglunnar en auk þeirra voru 250 ökumenn myndaðir á hraðamyndavélar í Ölfusinu.

Sá sem hraðast ók við eftirlit lögreglu var á 125 km/klst hraða þar sem leyfður hámarkshraði er 90 km/klst.

Þá voru þrír ökumenn teknir undir áhrifum fíkniefna í vikunni og var einn þeirra undir áhrifum kannbis og ópíumskyldra efna.

Þrír aðrir voru kærðir fyrir ölvun við akstur og voru tveir þeirra sviptir ökurétti strax til bráðabirgða en einn ökumaðurinn bíður þess að niðurstaða komi í rannsókn blóðsýnis hans.