250 milljónir króna til rannsóknarborana í V-Skaftafellssýslu

Borað eftir heitu vatni. Mynd úr safni. sunnlenska.is/Guðmundur Karl

Umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytið hefur tilkynnt niðurstöður úr jarðhitaleitarátaki sem opnað var í vor. Tveimur styrkjum er úthlutað vegna verkefna á Suðurlandi.

Rarik ohf fær 176,5 milljón króna styrk til rannsóknarborana vegna jarðhitavæðingar Víkur í Mýrdal. Þá fær Skaftárhreppur 72,5 milljón króna styrk vegna rannsóknarborana í sveitarfélaginu.

Markmið jarðhitaleitarátaks ráðuneytisins er að stuðla að aukinni nýtingu jarðhita til húshitunar á svæðum þar sem nú er notast við rafmagn eða olíu.

Alls bárust 48 umsóknir frá sveitarfélögum, orkufyrirtækjum og aðilum í þeirra umboði. Verkefnin voru fjölbreytt en heildarkostnaður verkefna sem sótt var rúmir 6 milljarðar króna og var sótt um rúmlega 4 milljarða króna í styrki.

 

Fyrri greinÓlympíusamhjálpin styrkir Hákon og Snæfríði
Næsta greinSkorað á stjórnvöld að standa vörð um starf HNLFÍ