250 milljónir í gosbætur

Ríkissjóður áætlar að greiða 250 milljónir í bætur úr viðlaga- og bjargráðasjóði til íbúa undir Eyjafjöllum sem urðu fyrir tjóni vegna ösku úr eldgosinu í vor.

Þegar er búið að verja 45 milljónum króna í bætur. Þetta kom fram í fréttum Stöðvar 2.

Um 140 tilkynningar bárust um tjón vegna öskufalls frá gosinu, allt frá Fljótshlíð austur að Vík í Mýrdal. Búið er að gera upp um 30 mál og starfsmenn Viðlagatryggingar heimsótt um 100 heimili. Viðlagasjóður hefur þegar greitt um 100 milljónir króna í bætur, að því er fram kom á Stöð 2.